Unglingar G.Í. á úrtaksæfingar landsliðsins í fótbolta
Þrír leikmenn 3. flokks karla BÍ/Bolungarvíkur hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar um komandi helgi, þ.e. 20.-21.október. Leikmennirnir sem um ræðir eru Viktor Júlíusson og Friðrik Þórir Hjaltason nemendur í 9. bekk, sem hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar hjá U-16 landsliðinu, og svo Daníel Agnar Ásgeirsson í 10. bekk sem hefur verið boðaður á úrtaksæfingar hjá U-17 landsliðinu.
Friðrik og Viktor spiluðu með 4. flokki í sumar sem vann Rey-Cup og rétt missti af sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Daníel Agnar spilaði með 3. flokki í sumar, en þeir unnu Rey-Cup og urðu Íslandsmeistarar í 7 manna bolta.
Þetta kemur fram á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur.