Samstarfsverkefni T.Í. og G.Í.
Eftir áramótin fóru Grunnskólinn á Ísafirði og Tónlistarskóli Ísafjarðar af stað með blásturshljóðfæraverkefni í 5. bekk undir stjórn Madis Mäekalle. Allir 36 nemendur árgangsins sóttu þá tíma á kornett og klarinett, fjórir krakkar í einu, tvisvar í viku. Þannig fengu allir þessir krakkar tækifæri til að kynnast hljóðfæraleik og samspili. Verkefninu lauk svo með því að nokkrir þessara nemenda spiluðu á tónleikum með lúðrasveitum T.Í. á tónleikum 9. maí s.l. og var það mikil upplifun og reynsla fyrir þessar krakka.
Nemendur 5. bekkjar voru mjög ánægðir með þessa tíma í vetur og vonandi verður áframhald á samstarfsverkefni skólanna.