Gísli Jörgen valinn í úrtakshóp HSÍ
Gísli Jörgen Gíslason, nemandi í 9. bekk og leikmaður 4. flokks Harðar í handbolta, hefur verið valinn í úrtakshóp 1998 árgangsins á vegum HSÍ. Fyrsta æfingahelgi hópsins fer fram dagana 2. - 4. nóvember næstkomandi.
Það er mikill heiður að vera valinn til þessara æfinga og ljóst að Ísfirðingar eiga fullt af ungu og efnilegu íþróttafólki.