Elín Ólöf á landsliðsæfingar
Enn bætast ungir og efnilegir Ísfirðingar í hóp þeirra sem æfa með landsliðunum i knattspyrnu. Elín Ólöf Sveinsdóttir, nemandi í 10. bekk G.Í. og leikmaður í meistaraflokki BÍ/Bolungarvíkur, hefur nú verið boðuð á landsliðsæfingar með U-16 landsliði kvenna. Æfingarnar fara fram um næstu helgi í Egilshöll og í Kórnum í Kópavogi, að því er fram kemur á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur.
Deila