Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir
Í morgun vorum við heldur betur heppin, þegar félagar úr Litla Leikklúbbnum stigu á svið og sýndu nemendum 1. - 7. bekkjar brot úr leikritinu Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir í leikstjórn Halldóru Björnsdóttur. Krakkarnir kunnu vel að meta þetta framtak og voru alsælir að hitta hund, kött og hest hér innandyra í skólanum.
Heimsókn þessi er liður í skáldavikunni, þar sem verk Ólafs Hauks Símonarsonar eru til umfjöllunar, en hann gerði einmitt leikritið og tónlistina við Köttinn sem fer sínar eigin leiðir.
Myndir frá heimsókninni í morgun er að finna inni á myndasíðu skólans.