VALMYND ×

Spilavist

Sunnudaginn 14. október heldur fjáröflunarnefnd 10. bekkjar spilavist í matsalnum á Hlíf. Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir 12 ára og eldri, en 250 kr. fyrir yngri en 12 ára og eldri borgara. Veitingar eru innifaldar í mótsgjaldinu.

Hugmyndin er að halda 6 spilavistir frá október fram í apríl í fjáröflunarskyni fyrir vorferð 10. bekkjar. Á hverri spilavist verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu þátttakendur.

Spilavistin hefst kl. 14:00 á sunnudaginn og eru allir velkomnir.

Deila