Skólatöskudagar
Þessa viku stendur Iðjuþjálfafélag Íslands fyrir skólatöskudögum í samstarfi við landlækni. Skólatöskudagar eru árlegur viðburður þar sem áhersla er lögð á fræðslu um notkun skólatöskunnar. Einnig vigta iðjuþjálfar barn og skólatösku til að kanna hvort þyngd töskunnar sé hæfileg fyrir barnið.
Grunnskólinn á Ísafirði fær iðjuþjálfana Hörpu Guðmundsdóttur og Signýju Kristinsdóttur í heimsókn í 1., 3. og 6. bekk og munu þær fræða nemendur um þessi mál og hjálpa til við stillingar á skólatöskunum.