Eldvarnavika
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna efnir til eldvarnaviku við upphaf jólamánaðarins sem að þessu sinni er vikan 27. nóvember - 3. desember. Slökkviliðsmenn munu heimsækja nær alla grunnskóla landsins hver á sínu starfssvæði og eru lögð fyrir nemendur sérstakt verkefni ásamt eldvarnagetraun og rætt um eldvarnir og neyðarútganga úr skólastofu æfð. Í landinu er u.þ.b. 160 grunnskólar, með samtals tæplega 5 þúsund grunnskólabörnum í þriðju bekkjar deildum þ.e. 8 ára börn.
Í gær komu nokkrir slökkviliðsmenn í 3. bekk G.Í. og fóru vel yfir brunavarnir með krökkunum.
Jafnhliða heimsóknum í skólana er afhent sérstakt verkefni með eldvarnagetraun í tilefni af eldvarnavikunni. Dregið verður úr innsendum lausnum í janúar og verðlaun veitt. Verðlaunaafhending fer fram í slökkvistöðvum víðs vegar um landið.
Deila