VALMYND ×

Ávaxtarannsókn

Fjórði bekkur hefur verið að fjalla um plöntur, forðanæringu og aldin í náttúrufræðinni. Krakkarnir hafa skoðað  hvernig plöntur búa sig undir veturinn og  undirbúa það að fjölga sér.  Í þessari viku rannsökuðu þeir margvísleg aldin og rætur og kom  Helga Aðalsteinsdóttir, kennari, með marga mismunandi ávexti og grænmeti.  Í sumum voru fræ t.d. í  melónu og appelsínu en svo voru líka rófa og kartafla sem höfðu engin fræ, því þær eru forðanæring plöntunnar fyrir næsta sumar.  Krakkarnir skoðuðu lögun og stærð, skáru aldinin síðan í sundur, rannsökuðu þau  og teiknuðu að lokum í vinnubækurnar sínar.

Niðurstaðan úr rannsóknavinnu krakkanna var að  flestir ávextir hafa hýði, aldinkjöt og fræ.  Sumir hafa bara eitt fræ líkt og plóma á meðan aðrir eru með mjög mörg fræ líkt og melónan. 

Deila