Stóra upplestrarkeppnin
Stóra upplestrarkeppnin var sett með formlegum hætti á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember s.l. og taka allir 7. bekkingar þátt í henni. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Ennfremur að allir nemendur þjálfist í að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Kjörorð verkefnisins eru þrjú:
- Vöndum flutning á framburð íslensks máls,
- Lærum að njóta þess að flytja móðurmál okkar, sjálfum okkur og öðrum til ánægju.
- Berum viriðingu fyrir móðurmálinu, sjálfum okkur og öðrum til ánægju.
Keppnin skiptist í tvo hluta, ræktunarhluta og keppnishluta. Nú er ræktunarhlutinn hafinn og eru nemendur byrjaðir að æfa sig fyrir keppnishlutann, sem verður í febrúar - mars.
Deila