VALMYND ×

Fréttir

Eldvarnavika

1 af 3

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna efnir til eldvarnaviku við upphaf jólamánaðarins sem að þessu sinni er vikan 27. nóvember - 3. desember. Slökkviliðsmenn munu heimsækja nær alla grunnskóla landsins hver á sínu starfssvæði og eru lögð fyrir nemendur sérstakt verkefni ásamt eldvarnagetraun og rætt um eldvarnir og neyðarútganga úr skólastofu æfð. Í landinu er u.þ.b. 160 grunnskólar, með samtals tæplega 5 þúsund grunnskólabörnum í þriðju bekkjar deildum þ.e. 8 ára börn.

Í gær komu nokkrir slökkviliðsmenn í 3. bekk G.Í. og fóru vel yfir brunavarnir með krökkunum.

Jafnhliða heimsóknum í skólana er afhent sérstakt verkefni með eldvarnagetraun í tilefni af eldvarnavikunni. Dregið verður úr innsendum lausnum í janúar og verðlaun veitt. Verðlaunaafhending fer fram í slökkvistöðvum víðs vegar um landið.

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin var sett með formlegum hætti á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember s.l. og taka allir 7. bekkingar þátt í henni. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.  Ennfremur að allir nemendur þjálfist í að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.

 

Kjörorð verkefnisins eru þrjú:

  • Vöndum flutning á framburð íslensks máls,
  • Lærum að njóta þess að flytja móðurmál okkar, sjálfum okkur og öðrum til ánægju.
  • Berum viriðingu fyrir móðurmálinu, sjálfum okkur og öðrum til ánægju.

 

Keppnin skiptist í tvo hluta, ræktunarhluta og keppnishluta.  Nú er ræktunarhlutinn hafinn og eru nemendur byrjaðir að æfa sig fyrir keppnishlutann, sem verður í febrúar - mars. 

 

Ávaxtarannsókn

Fjórði bekkur hefur verið að fjalla um plöntur, forðanæringu og aldin í náttúrufræðinni. Krakkarnir hafa skoðað  hvernig plöntur búa sig undir veturinn og  undirbúa það að fjölga sér.  Í þessari viku rannsökuðu þeir margvísleg aldin og rætur og kom  Helga Aðalsteinsdóttir, kennari, með marga mismunandi ávexti og grænmeti.  Í sumum voru fræ t.d. í  melónu og appelsínu en svo voru líka rófa og kartafla sem höfðu engin fræ, því þær eru forðanæring plöntunnar fyrir næsta sumar.  Krakkarnir skoðuðu lögun og stærð, skáru aldinin síðan í sundur, rannsökuðu þau  og teiknuðu að lokum í vinnubækurnar sínar.

Niðurstaðan úr rannsóknavinnu krakkanna var að  flestir ávextir hafa hýði, aldinkjöt og fræ.  Sumir hafa bara eitt fræ líkt og plóma á meðan aðrir eru með mjög mörg fræ líkt og melónan. 

Leiksýning

Í dag bauð Kómedíuleikhúsið yngstu nemendum skólans á leiksýninguna Bjálfansbarnið í leikstjórn Elfars Loga Hannessonar.  Þar kynntust krakkarnir vestfirsku jólasveinunum sem hafa ekki sést í hundrað ár.  Nöfnin þeirra eru hvert öðru skrýtnara en gaman var að kynnast þessum furðulegu körlum og skemmtu allir sér vel á sýningunni.  

Bókasöfnun

Foreldrafélag G.Í. stóð fyrir bókasöfnun á foreldraviðtalsdaginn þann 14. nóvember s.l. til að styrkja bókakost skólasafnsins. Alls söfnuðust 95 bækur og erum við afar þakklát öllum þeim sem gáfu okkur bækur og síðast en ekki síst foreldrafélaginu sjálfu, sem hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til skólastarfsins í gegnum tíðina.

 

Hugmyndasamkeppni

Hér má sjá svæðin fjögur sem bíða nafngiftar
Hér má sjá svæðin fjögur sem bíða nafngiftar

Nú er hafin hugmyndasamkeppni á meðal allra bæjarbúa um nöfn á ganga/svæði skólans, en skólanum hefur verið skipt upp í fjögur svæði samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Auglýsingar eru á víð og dreif um skólann og hugmyndakassi hjá Svanfríði ritara, sem ásamt umsjónarkennurum, tekur við tillögum.

Samkeppnin stendur út þessa viku, til föstudagsins 23. nóvember og hvetjum við alla til að taka þátt.

 

 

Þemadögum lokið

Nú er þemadögum undir yfirskriftinni Saman í liði - allir á iði, lokið. Í lok dagsins söfnuðust allir nemendur og starfsfólk skólans saman í nýja anddyrinu og sungu nokkur lög, þar á meðal nýjan skólasöng. Einnig var Stóra upplestrarkeppnin sett formlega í tilefni dags íslenskrar tungu.

Í lok dagsins var svo öllum boðið upp á súpu og brauð, sem nemendur og starfsfólk matreiddi.

Sjá má fjölda mynda og myndbönd frá þemadögunum hér vinstra megin á síðunni, sem fjölmiðlahópurinn sá um.

Heimasíðan eins árs

frá opnun nýju heimasíðunnar fyrir ári síðan
frá opnun nýju heimasíðunnar fyrir ári síðan

Í dag er eitt ár liðið frá því að ný heimasíða skólans leit dagsins ljós. Það voru afmælisdrengir dagsins, þeir Árni Sverrir Sigurðsson og Kjartan Óli Sigurðsson sem fengu þann heiður að opna síðuna á degi íslenskrar tungu.

Síðan sem er hönnuð af Snerpu, er mikil breyting til batnaðar frá gömlu síðunni á vef Skólatorgsins, sem lítið hefur verið uppfærður á síðustu árum.

Á þessu eina ári eru flettingar orðnar 236.000 og vonum við að þeim fjölgi enn frekar.

Dagur íslenskrar tungu

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands haustið 1995 að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.

Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996 og hafa grunnskólanemendur verið duglegir að taka þátt í hátíðinni í gegnum árin. Nemendur og starfsfólk G.Í. ætla að hittast kl. 11:55 í anddyri nýja skólans og syngja nokkur lög í tilefni dagsins, auk þess sem Stóra upplestrarkeppnin verður formlega sett. Einnig má geta þess að nýr skólasöngur verður frumfluttur.

Þemadagar

 

 

Veturliði Snær Gylfason, 9. bekk skrifar:

 

Dagana 15. og 16. nóvember voru haldnir svokallaðir þemadagar í Grunnskólanum á Ísafirði sem lýsa sér þannig að öllum nemendum skólans er skipt niður í 29 hópa (þar af einn fjölmiðlahópur sem sér um að skrifa fréttir og taka upp myndbönd um þemadagana) sem fara svo á milli stöðva og leysa ýmis verkefni eða fara í leiki. Var þar á meðal pokahlaup, alls kyns þrautir, dans og söngur.