VALMYND ×

Baráttan við höfuðlúsina

Í dag fengu allir nemendur skólans bréf um viðbrögð við höfuðlúsinni sem herjað hefur á ísfirsk heimili undanfarnar vikur. Í bréfinu eru öll heimili beðin um að kemba hár fjölskyldumeðlima nú um helgina.

Nemendur eiga að skila bréfinu til baka í skólann strax á mánudagsmorgni, þar sem staðfest er að kembing hafi farið fram.

Þeir sem ekki verða við þessum tilmælum, verða kembdir hjá skólahjúkrunarfræðingi á mánudaginn.

Von okkar er sú að allir leggist nú á eitt og með þessu móti verði hægt að koma í veg fyrir frekara smit og uppræta þennan hvimleiða gest.

Deila