Eva Margrét íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2012
Eva Margrét Kristjánsdóttir, leikmaður KFÍ og nemandi í 10. bekk G.Í., var nú um helgina valin íþróttamaður Ísafjarðarbæjar í hófi sem Ísafjarðarbær stóð fyrir. Eva Margrét er vel að þessum titli komin, enda er hún frábær körfuknattleikskona og mikil og góð fyrirmynd og hvatning fyrir ungt og upprennandi íþróttafólk.
Við óskum Evu Margréti innilega til hamingju með þennan glæsilega titil og það gerðu einnig bekkjarfélagar hennar í 10. bekk í morgun, sem voru mjög stoltir af henni og afhentu henni veglegan blómvönd eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Deila