Þorrablót 10. bekkjar
Þá er komið að hinu margrómaða þorrablóti 10.bekkjar skólans, en það verður haldið á morgun, föstudaginn 25. janúar, á sjálfan bóndadaginn. Nú þegar hafa rúmlega 170 manns skráð sig til þátttöku og stefnir í hörku blót hjá okkur að vanda, en þorrablótið er einn af hápunktunum í menningarstarfi skólans á hverju ári.
Líkt og á mörgum góðum blótum mætir fólk með sinn þorramat fyrir sig og sína í trogum. Einnig þarf fólk að hafa með sér diska og hnífapör og servíettur ef fólk vill. Gos verður selt á staðnum til fjáröflunar fyrir 10. bekk og munu nokkrir 9. bekkingar standa sjoppuvaktina. Glös verða fengin að láni úr skólaeldhúsinu.
Húsið opnar kl. 19:30 og hefst borðhald kl. 20:00 í hátíðarsal skólans.
Deila