Tónlistarverkefni í 5. bekk
Eins og mörgum er kunnugt um fengu Grunnskólinn á Ísafirði og Tónlistarskóli Ísafjarðar sameiginlegan styrk úr samfélagssjóði Orkubús Vestfjarða nú á dögunum, til að efla tónlistarkennslu.
Ákveðið hefur verið að nýta styrkinn til að bjóða nemendum 5. bekkjar í sérstakt tónlistarverkefni. Öllum nemendum árgangsins mun bjóðast að læra á blásturshljóðfæri núna á vorönn, foreldrum að kostnaðarlausu. Krakkarnir munu fara í hópum, tvisvar í viku í Tónlistarskólann og njóta þar kennslu hjá Madis Maeekalle í tuttugu mínútur í senn, á skólatíma.
Stefnt er að því að hefja námið nú í lok janúar og vonast er til að ljúka verkefninu í maí með því að spila með á lúðrasveitartónleikum Tónlistarskólans.
Deila