VALMYND ×

Jóladagatal

Nú eru aðeins 24 dagar til jóla og ekki seinna vænna að útbúa jóladagatöl fyrir allar bekkjardeildir skólans.  Í ár er jóladagatal 4. bekkjar kirkja með ljómandi fallegum gluggum sem skreyttir eru af mikilli list.  Hvert barn fékk það verkefni að skreyta einn glugga og skrifa síðan eitt erindi í uppáhalds jólalaginu sínu inn í gluggann.  Börnin drógu um dagsegningar og þegar sá dagur rennur upp verður uppáhalds jólalagið þeirra sungið.  

Deila