Forvarnardagurinn
Forvarnardagur 2012 verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 31. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.
Dagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
9. bekkur G.Í. hefur á hverju ári í mörg ár tekið þátt í þessum degi og verður engin undantekning á þetta árið. Unnið verður að verkefnum tengdum deginum í 2-3 kennslustundir og svo geta nemendur tekið þátt í ratleik á netinu og/eða myndbandasamkeppni og eru vegleg verðlaun í boði fyrir hvort tveggja. Nemendur ráða hvort þeir taka þátt í ratleiknum og myndbandasamkeppninni og gera það þá í frítíma sínum. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins.
Deila