VALMYND ×

Fréttir

Óskilamunir

1 af 3

Í vetur hafa safnast upp óskilamunir í anddyri skólans, allt frá vettlingum upp í jakkaföt. Óskilamunir úr íþróttahúsinu eru einnig komnir hingað í anddyrið. Við hvetjum alla til að kíkja við í anddyrið við Austurveg og athuga hvort þeir eiga eitthvað. Það sem eftir verður 15. júní endar hjá Rauða krossinum.

Vorverkadagur

6. bekkur gróðursetti birkiplöntur í Tunguskógi og hlúði að eldri plöntum
6. bekkur gróðursetti birkiplöntur í Tunguskógi og hlúði að eldri plöntum
1 af 6

Í dag var vorverkadagur hjá skólanum í samstarfi við umhverfissvið Ísafjarðarbæjar. Hver árgangur fékk ákveðið verkefni t.d. að setja niður kartöflur, gróðursetja í Tunguskógi, tína rusl og hreinsa opin svæði, laga göngustíg í Tunguskógi og fleira.
Veðrið lék við okkur í dag og gerði starfið mun skemmtilegra og auðveldara fyrir vikið.  En það er ljóst að það hafa aldeilis duglegar hendur verið að störfum í morgun og bærinn orðinn mun snyrtilegri og fínni.

Frjálsíþróttamót

Efstir og jafnir í 5. bekk voru Nikodem Frach, Guðmundur Svavarsson og Hugi Hallgrímsson.
Efstir og jafnir í 5. bekk voru Nikodem Frach, Guðmundur Svavarsson og Hugi Hallgrímsson.
1 af 6

Í morgun fór fram frjálsíþróttamót hjá 5. - 10. bekk á Torfnesi. Keppt var í langstökki, kúluvarpi, spretthlaupi og víðavangshlaupi, undir styrkri stjórn íþróttakennara skólans. Krakkarnir stóðu sig einstaklega vel og var mikil og hörð keppni á milli einstaklinga. Viðurkenningar voru veittar fyrir stigahæstu einstaklinga í stúlkna- og piltaflokki í hverjum árgangi. Keppnin var mjög jöfn og voru t.d. þrír strákar í 5. bekk efstir og hnífjafnir að stigum og höfnuðu því allir í 1. - 3. sæti í sínum flokki. En mesti sigurinn er þó alltaf að vera með og hafa gaman af.

Bókagjöf

Barbara Gunnlaugsson t.v. afhendir Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra, bókagjöfina.
Barbara Gunnlaugsson t.v. afhendir Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra, bókagjöfina.

Í morgun kom Barbara Gunnlaugsson, formaður félags Pólverja á Vestfjörðum, færandi hendi og gaf skólanum fjölmargar bækur á pólsku. Bækur þessar eru gjöf frá sendiráði Póllands á Íslandi og eru ýmist eftir pólska eða annarra þjóða höfunda og hafa þá verið þýddar yfir á pólsku.

Skólinn þakkar kærlega þessa rausnarlegu gjöf, sem eflaust á eftir að nýtast vel um ókomin ár.

Fundur vegna haustferðar

Þriðjudaginn 28. maí kl. 18:00 boða kennarar 9. bekkjar til fundar í dansstofu skólans til að ræða gönguferð næsta hausts og fleira sem varðar starfið næsta vetur. 
Hefð er fyrir því að 10. bekkur fari með báti  ýmist í Aðalvík, Hesteyri eða Grunnavík og gisti þar eina nótt í tjöldum. Hvert farið er, veltur á því hvar við fáum aðgang að húsnæði, því fararstjórar gista innanhúss og börnin þurfa að geta notað salerni og haft húsaskjól ef eitthvað kemur upp á. Svo að nú er stóra spurningin hvort einhverjir úr hópi aðstandenda geta boðið hópnum aðgang að húsi á þessum slóðum. 
Fararstjórar verða umsjónarkennarar og stuðningsfulltrúar og 2-3 úr hópi foreldra. Mjög áríðandi er að allir foreldrar verðandi 10. bekkinga mæti á þennan fund.

Dans, dans, dans

1. bekkingar ásamt foreldrum
1. bekkingar ásamt foreldrum
1 af 4

Nú eru síðustu hefðbundnu kennsludagarnir á þessu skólaári og við taka vordagar með ýmsu uppbroti.

Í síðasta danstíma vetrarins buðu nemendur foreldrum sínum á danssýningu og sýndu fimi sína á því sviði. Krakkarnir stóðu sig einstaklega vel og margir sýndu frumsamda dansa. Foreldrunum var líka boðið upp í dans og var víða hægt að sjá hvaðan krakkarnir hafa danshæfileika sína.

 

Heimsókn á slökkvistöðina

1 af 3

Í dag fór 5.HG í heimsókn á slökkvistöðina á Ísafirði. Starfsmenn stöðvarinnar tóku á móti hópnum og fræddi hann um allt mögulegt í sambandi við sjúkraflutninga og slökkvistarf. Tækjakostur bifreiðanna var mjög spennandi og fengu krakkarnir meira að segja að stíga upp í bílana og skoða þá að innan, enda eru bílarnir fullir af alls kyns tækjum og tólum sem koma sér vel þegar á þarf að halda.

Hópurinn þakkar starfsmönnum slökkvistöðvarinnar kærlega fyrir móttökurnar.

Kveðjukaffi 10. bekkjar

1 af 4

Í dag er síðasti hefðbundni skóladagurinn hjá 10. bekk. Af því tilefni kom starfsfólk skólans krökkunum skemmtilega á óvart og bauð þeim í kveðjukaffi og þakkaði þeim 10 ára farsæla samfylgd.

Næstu þrjá daga taka vorpróf við og á sunnudaginn verður haldið norður í Skagafjörð í skólaferðalag.

Skóladagatal 2013-2014

Nú er búið að samþykkja skóladagatal fyrir næsta skólaár og er hægt að nálgast það vinstra megin á síðunni eða hér.

Hvítasunnuhelgi framundan

Nú er hvítasunnuhelgin framundan og því frí á mánudaginn.

Námsmat annarinnar stendur yfir þessa dagana með tilheyrandi prófum og verkefnaskilum. Við bendum á vordagskrána sem hægt er að nálgast í heild sinni hér vinstra megin, neðst á síðunni.