Nóg um að vera í Djúpinu
Vetrarstarf félagsmiðstöðvarinnar Djúpsins er nú hafið af fullum krafti. Að sögn Estherar Óskar Arnórsdóttur, forstöðumanns, er þétt dagskrá framundan og ljóst að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Síðastliðinn föstudag var Beggi blindi með uppistand og í kvöld er förðunarkeppni. Á næstunni eru fyrirhugaðir lufsufundir fyrir stelpur, ullarsokkabandí, V.I.P. fundir fyrir stráka, foreldrakvöld, hæfileikakeppni, ratleikur, brennibolti, Great Gatsby ball og ýmislegt fleira.
Djúpið er opið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum fyrir nemendur 8. - 10. bekkjar. Nánari upplýsingar má sjá hér á Facebook síðu Djúpsins.
Deila