VALMYND ×

Fréttir

Nýtt skráningarkerfi HSV

Í vetur munu skráningar í mötuneyti skólans fara fram á síðu Héraðssambands Vestfjarða. Opnað var fyrir skráningar í dag, þriðjudaginn 20. ágúst og hvetjum við forráðamenn til að skrá börnin eins fljótt og auðið er.


Eftir að hafa metið tilraunina með hafragrautinn s.l. vetur hefur sú ákvörðun verið tekin að bjóða nemendum í 7. - 10. bekk að kaupa hafragraut í mánaðaráskrift og mun mánuðurinn kosta að jafnaði 1.200 kr.  Boðið verður upp á grautinn í frímínútunum kl. 9:20.  Skráningar í grautinn fara einnig fram á síðu HSV. 

 Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar sem starfsmenn HSV hafa tekið saman um skráningar þar á meðal í mötuneyti, frístund í 1.-4. bekk og hafragraut í 7.-10. bekk.  

 

1. Fara inn á heimasíðu HSV, www.hsv.is

2. Fara í skráning iðkenda vinstra megin á síðunni

3. Velja "Nálgastu skráningarkerfið hér"

4. Þá kemur að innskráningarglugganum

5. Til að geta skráð sig inn þarf fyrst að haka í samþykkja skilmála

6. Þegar búið er að skrá sig inn koma upp nöfn fjölskyldumeðlima. Ef einungis ykkar nafn kemur upp þarf að fara í "nýr iðkandi" og velja það barn sem þið viljið skrá.

7. Veljið "Námskeið/flokkar í boði" aftast í línu barnsins (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta)

8. Þá kemur upp það sem er í boði og til að skrá í Íþróttaskóla HSV skal fara í "skráning" aftast í línunni (ath   að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta).

9. Þá kemur að því að velja greiðslufyrirkomulag og klára skráningu (muna að haka við samþykkja skilmála).

Skólasetning 22. ágúst

Skólinn verður settur þann 22. ágúst 2013 í sal skólans og mæta nemendur sem hér segir:

Kl. 9:00      8.9. og 10. bekkur

Kl. 10:00     5. 6. og 7.bekkur

Kl. 11:00     2. 3. og 4. bekkur

Nemendur í 1. bekk verða boðaðir sérstaklega í viðtöl til umsjónarkennara með foreldrum.

Innkaupalistar

Innkaupalistar fyrir næsta skólaár eru aðgengilegir hér vinstra megin á síðunni með fyrirvara um smávægilegar breytingar.

Sumarleyfi

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði óskar öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn.


Við bendum á skóladagatal næsta skólaárs, sem hægt er að nálgast hér á síðunni. 

Skólaslit 2013

Nýútskrifaðir 10.bekkingar
Nýútskrifaðir 10.bekkingar
1 af 8

Í gær fóru fram skólaslit G.Í. í Ísafjarðarkirkju. Hefð er fyrir því að nemendur úr 9. bekk kynni dagskrána og voru kynnar að þessu sinni þau Helga Þórdís Björnsdóttir og Hilmar Adam Jóhannsson.

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, flutti ávarp og Ragnar Óli Sigurðsson flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. 10. bekkur bauð upp á nokkur tónlistaratriði, þar sem Hjalti Heimir Jónsson lék einleik á píanó og Patrekur Brimar Viðarsson lék á gítar. Auk þess lék hljómsveitin Dúró eitt lag, en hljómsveitina skipa þeir Kolmar Halldórsson á gítar, Ragnar Óli Sigurðsson á gítar og Þórður Alexander Úlfur Júlíusson Thomsen söngvari.

 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar fyrir góðan námsárangur. 

8. bekkur:

Pétur Tryggvi Pétursson hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir. 

Sigurður Arnar Hannesson hlaut viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn.

 

9. bekkur:

Hulda Pálmadóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

Hafdís Haraldsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn.

 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 10. bekk:

Agnes Lára Agnarsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

Felix Rein Grétarsson hlaut viðurkenningu Laugalækjarskóla fyrir nám í sænsku.

Svanhildur Sævarsdóttir hlaut viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í samfélagsfræði og náttúrufræði.

Birta María Gunnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í ensku.

Dagbjartur Daði Jónsson hlaut viðurkenningu frá hjónunum Guðlaugu Jónsdóttur og Karli Ásgeirssyni fyrir áhuga, metnað og iðni í heimilisfræði.

Daníel Ágúst Einarsson hlaut viðurkenningu Kvenfélagsins Hlífar fyrir framfarir og skapandi vinnubrögð í myndmennt.

Aðalsteinn Ásgeir Ólafsson hlaut viðurkenningu Kvenfélagsins Hlífar fyrir framfarir og vinnubrögð í tæknimennt.

Agnes Lára Agnarsdóttir hlaut viðurkenningu Kvenfélagsins Hlífar fyrir áhuga, vandvirkni og vinnubrögð í textílmennt.

Eva Margrét Kristjánsdóttir og Gísli Rafnsson hlutu viðurkenningar Stúdíós Dan fyrir góða ástundun og námsárangur í íþróttum.

Albert Jónsson og Guðmudur Sigurvin Bjarnason hlutu viðurkenningar Ísfirðingafélagsins í Reykjavík, til minningar um Hannibal Valdimarsson. Þessi viðurkenning var veitt fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og virka þátttöku í félagsstarfi.

Síðast en ekki síst hlaut Dóróthea Magnúsdóttir viðurkenningu danska menntamálaráðuneytisins fyrir góða ástundun og námsárangur í dönsku, auk þess sem hún hlaut viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í íslensku, náttúrufræði og stærðfræði ásamt hæstu meðaleinkunn í 10. bekk vorið 2013.

 

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði þakkar árgangi 1997 samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Starfsdagur og skólaslit

Í dag var síðasti formlegi skóladagur skólaársins með alls konar útivist. Á morgun er starfsdagur þar sem kennarar sinna m.a. lokafrágangi fyrir vitnisburði skólaársins. Á fimmtudaginn eru svo skólaslit. 1. bekkur mætir þá til umsjónarkennara í foreldraviðtöl og 2. - 7. bekkur mætir í sínar umsjónarstofur kl. 10:00.

Formleg skólaslit verða í Ísafjarðarkirkju kl. 20:00 þar sem 8. - 10. bekkur fær vitnisburði vetrarins.

Óskilamunir

1 af 3

Í vetur hafa safnast upp óskilamunir í anddyri skólans, allt frá vettlingum upp í jakkaföt. Óskilamunir úr íþróttahúsinu eru einnig komnir hingað í anddyrið. Við hvetjum alla til að kíkja við í anddyrið við Austurveg og athuga hvort þeir eiga eitthvað. Það sem eftir verður 15. júní endar hjá Rauða krossinum.

Vorverkadagur

6. bekkur gróðursetti birkiplöntur í Tunguskógi og hlúði að eldri plöntum
6. bekkur gróðursetti birkiplöntur í Tunguskógi og hlúði að eldri plöntum
1 af 6

Í dag var vorverkadagur hjá skólanum í samstarfi við umhverfissvið Ísafjarðarbæjar. Hver árgangur fékk ákveðið verkefni t.d. að setja niður kartöflur, gróðursetja í Tunguskógi, tína rusl og hreinsa opin svæði, laga göngustíg í Tunguskógi og fleira.
Veðrið lék við okkur í dag og gerði starfið mun skemmtilegra og auðveldara fyrir vikið.  En það er ljóst að það hafa aldeilis duglegar hendur verið að störfum í morgun og bærinn orðinn mun snyrtilegri og fínni.

Frjálsíþróttamót

Efstir og jafnir í 5. bekk voru Nikodem Frach, Guðmundur Svavarsson og Hugi Hallgrímsson.
Efstir og jafnir í 5. bekk voru Nikodem Frach, Guðmundur Svavarsson og Hugi Hallgrímsson.
1 af 6

Í morgun fór fram frjálsíþróttamót hjá 5. - 10. bekk á Torfnesi. Keppt var í langstökki, kúluvarpi, spretthlaupi og víðavangshlaupi, undir styrkri stjórn íþróttakennara skólans. Krakkarnir stóðu sig einstaklega vel og var mikil og hörð keppni á milli einstaklinga. Viðurkenningar voru veittar fyrir stigahæstu einstaklinga í stúlkna- og piltaflokki í hverjum árgangi. Keppnin var mjög jöfn og voru t.d. þrír strákar í 5. bekk efstir og hnífjafnir að stigum og höfnuðu því allir í 1. - 3. sæti í sínum flokki. En mesti sigurinn er þó alltaf að vera með og hafa gaman af.

Bókagjöf

Barbara Gunnlaugsson t.v. afhendir Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra, bókagjöfina.
Barbara Gunnlaugsson t.v. afhendir Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra, bókagjöfina.

Í morgun kom Barbara Gunnlaugsson, formaður félags Pólverja á Vestfjörðum, færandi hendi og gaf skólanum fjölmargar bækur á pólsku. Bækur þessar eru gjöf frá sendiráði Póllands á Íslandi og eru ýmist eftir pólska eða annarra þjóða höfunda og hafa þá verið þýddar yfir á pólsku.

Skólinn þakkar kærlega þessa rausnarlegu gjöf, sem eflaust á eftir að nýtast vel um ókomin ár.