VALMYND ×

Fréttir

Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði

Mörg undanfarin ár hafa nemendur 7. bekkjar í Grunnskólanum á Ísafirði dvalið í Skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði í upphafi skólaársins.  Það hefur gefið góða raun og nemendur og kennarar hafa verið ánægðir með dvölina.

Starfið í skólabúðunum á í öllum aðalatriðum að beinast að sömu markmiðum og starfið í almennum grunnskólum. Í skólabúðunum er lögð sérstök áhersla á eftirfarandi uppeldis- og félagsleg markmið og að því stefnt:

- að auka samstöðu og efla samvinnu milli kennara og nemenda

- að auka félagslega aðlögun nemenda

- að þroska sjálfstæði nemenda

- að nemendur fáist við áður óþekkt viðfangsefni

- að nemendur kynnist nýju umhverfi og ólíkum lífsmáta

- að örva löngun nemenda til að athuga og rannsaka umhverfið og komast að niðurstöðu

- að auka athyglisgáfu nemenda

 

Í næstu viku, þ.e. 26. - 30. ágúst dvelja nemendur 7. bekkjar G.Í. í skólabúðunum og verður lagt af stað strax á mánudagsmorgni kl. 8:00.  Það er nýbreytni nú í ár að Ísafjarðarbær greiðir dvalargjald nemenda sem er 20.000 kr. á hvern nemenda. Aðgangseyrir að árshátíðum skólans fer í að greiða ferðakostnað og því fellur enginn kostnaður á foreldra og forráðamenn vegna skólabúðanna. 

Haustferð 10. bekkjar

Ákveðið hefur verið að fara í hina árlegu haustferð 10. bekkjar þriðjudaginn 27. ágúst n.k.

Mæting verður kl. 8:30 hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar við Sundahöfn, siglt á Flæðareyri, gengið þaðan til Grunnavíkur og gist í tjöldum. Farangurinn verður settur í land í Grunnavík, svo að nemendur þurfi ekki að burðast með hann frá Flæðareyri.

Komið verður heim síðdegis á miðvikudag og að sjálfsögðu er búið að panta gott veður.

Nánari upplýsingar varðandi ferðina eru hér

Heimanámsstefna G.Í.

Síðasta vetur unnu kennarar, foreldrar og nemendur að heimanámsstefnu fyrir skólann. Þessir aðilar komust að þeirri niðurstöðu að dagleg þjálfun sé nauðsynleg til að nemendur geti náð góðum tökum á lestrarfærni og að heimanám sem nemendur eiga hlutdeild í  og ákveða sjálfir eða hafa frumkvæði að, sé vænlegt til árangurs.

Heimanámsstefnuna í heild sinni má lesa hér.

Tómstundir nemenda í 1. - 4. bekk

Eins og kynnt var í vor verður gert hlé á skóladegi barna í 1.-4. bekk á milli kl. 11. og 12 í vetur.  Þann tíma gefst börnunum tækifæri á að sinna ýmsum tómstundum.
Hér má sjá dagskrána fyrir það sem er í boði í frístundinni milli kl. 11 og 12.  Mikilvægt er að börnin séu skráð í eitt viðfangsefni á dag.  Ef nemendur eiga að vera skráðir í tónlistartíma verður að skrá þá fyrst í Tónlistarskólann á Ísafirði og fá þar nöfn á kennurum sem taka að sér kennslu í frístundinni.  Einnig þarf að skrá börnin í íþróttaskóla HSV, ekki er nóg að skrá bara í námskeiðin. Það skal þó tekið fram að börnin eru á ábyrgð skólans og verða undir eftirliti í öllum frístundum.
Á skólasetningardaginn 22. ágúst n.k. verða fulltrúar frá HSV og TÍ í anddyri GÍ og geta leiðbeint við skráningu ef aðstoðar er þörf.

Nýtt skráningarkerfi HSV

Í vetur munu skráningar í mötuneyti skólans fara fram á síðu Héraðssambands Vestfjarða. Opnað var fyrir skráningar í dag, þriðjudaginn 20. ágúst og hvetjum við forráðamenn til að skrá börnin eins fljótt og auðið er.


Eftir að hafa metið tilraunina með hafragrautinn s.l. vetur hefur sú ákvörðun verið tekin að bjóða nemendum í 7. - 10. bekk að kaupa hafragraut í mánaðaráskrift og mun mánuðurinn kosta að jafnaði 1.200 kr.  Boðið verður upp á grautinn í frímínútunum kl. 9:20.  Skráningar í grautinn fara einnig fram á síðu HSV. 

 Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar sem starfsmenn HSV hafa tekið saman um skráningar þar á meðal í mötuneyti, frístund í 1.-4. bekk og hafragraut í 7.-10. bekk.  

 

1. Fara inn á heimasíðu HSV, www.hsv.is

2. Fara í skráning iðkenda vinstra megin á síðunni

3. Velja "Nálgastu skráningarkerfið hér"

4. Þá kemur að innskráningarglugganum

5. Til að geta skráð sig inn þarf fyrst að haka í samþykkja skilmála

6. Þegar búið er að skrá sig inn koma upp nöfn fjölskyldumeðlima. Ef einungis ykkar nafn kemur upp þarf að fara í "nýr iðkandi" og velja það barn sem þið viljið skrá.

7. Veljið "Námskeið/flokkar í boði" aftast í línu barnsins (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta)

8. Þá kemur upp það sem er í boði og til að skrá í Íþróttaskóla HSV skal fara í "skráning" aftast í línunni (ath   að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta).

9. Þá kemur að því að velja greiðslufyrirkomulag og klára skráningu (muna að haka við samþykkja skilmála).

Skólasetning 22. ágúst

Skólinn verður settur þann 22. ágúst 2013 í sal skólans og mæta nemendur sem hér segir:

Kl. 9:00      8.9. og 10. bekkur

Kl. 10:00     5. 6. og 7.bekkur

Kl. 11:00     2. 3. og 4. bekkur

Nemendur í 1. bekk verða boðaðir sérstaklega í viðtöl til umsjónarkennara með foreldrum.

Innkaupalistar

Innkaupalistar fyrir næsta skólaár eru aðgengilegir hér vinstra megin á síðunni með fyrirvara um smávægilegar breytingar.

Sumarleyfi

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði óskar öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn.


Við bendum á skóladagatal næsta skólaárs, sem hægt er að nálgast hér á síðunni. 

Skólaslit 2013

Nýútskrifaðir 10.bekkingar
Nýútskrifaðir 10.bekkingar
1 af 8

Í gær fóru fram skólaslit G.Í. í Ísafjarðarkirkju. Hefð er fyrir því að nemendur úr 9. bekk kynni dagskrána og voru kynnar að þessu sinni þau Helga Þórdís Björnsdóttir og Hilmar Adam Jóhannsson.

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, flutti ávarp og Ragnar Óli Sigurðsson flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. 10. bekkur bauð upp á nokkur tónlistaratriði, þar sem Hjalti Heimir Jónsson lék einleik á píanó og Patrekur Brimar Viðarsson lék á gítar. Auk þess lék hljómsveitin Dúró eitt lag, en hljómsveitina skipa þeir Kolmar Halldórsson á gítar, Ragnar Óli Sigurðsson á gítar og Þórður Alexander Úlfur Júlíusson Thomsen söngvari.

 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar fyrir góðan námsárangur. 

8. bekkur:

Pétur Tryggvi Pétursson hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir. 

Sigurður Arnar Hannesson hlaut viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn.

 

9. bekkur:

Hulda Pálmadóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

Hafdís Haraldsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn.

 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 10. bekk:

Agnes Lára Agnarsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

Felix Rein Grétarsson hlaut viðurkenningu Laugalækjarskóla fyrir nám í sænsku.

Svanhildur Sævarsdóttir hlaut viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í samfélagsfræði og náttúrufræði.

Birta María Gunnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í ensku.

Dagbjartur Daði Jónsson hlaut viðurkenningu frá hjónunum Guðlaugu Jónsdóttur og Karli Ásgeirssyni fyrir áhuga, metnað og iðni í heimilisfræði.

Daníel Ágúst Einarsson hlaut viðurkenningu Kvenfélagsins Hlífar fyrir framfarir og skapandi vinnubrögð í myndmennt.

Aðalsteinn Ásgeir Ólafsson hlaut viðurkenningu Kvenfélagsins Hlífar fyrir framfarir og vinnubrögð í tæknimennt.

Agnes Lára Agnarsdóttir hlaut viðurkenningu Kvenfélagsins Hlífar fyrir áhuga, vandvirkni og vinnubrögð í textílmennt.

Eva Margrét Kristjánsdóttir og Gísli Rafnsson hlutu viðurkenningar Stúdíós Dan fyrir góða ástundun og námsárangur í íþróttum.

Albert Jónsson og Guðmudur Sigurvin Bjarnason hlutu viðurkenningar Ísfirðingafélagsins í Reykjavík, til minningar um Hannibal Valdimarsson. Þessi viðurkenning var veitt fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og virka þátttöku í félagsstarfi.

Síðast en ekki síst hlaut Dóróthea Magnúsdóttir viðurkenningu danska menntamálaráðuneytisins fyrir góða ástundun og námsárangur í dönsku, auk þess sem hún hlaut viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í íslensku, náttúrufræði og stærðfræði ásamt hæstu meðaleinkunn í 10. bekk vorið 2013.

 

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði þakkar árgangi 1997 samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Starfsdagur og skólaslit

Í dag var síðasti formlegi skóladagur skólaársins með alls konar útivist. Á morgun er starfsdagur þar sem kennarar sinna m.a. lokafrágangi fyrir vitnisburði skólaársins. Á fimmtudaginn eru svo skólaslit. 1. bekkur mætir þá til umsjónarkennara í foreldraviðtöl og 2. - 7. bekkur mætir í sínar umsjónarstofur kl. 10:00.

Formleg skólaslit verða í Ísafjarðarkirkju kl. 20:00 þar sem 8. - 10. bekkur fær vitnisburði vetrarins.