Íþróttahátíð
Í dag, föstudaginn 11. október verður haldin í Bolungarvík hin árlega íþróttahátíð grunnskóla á Vestfjörðum. Keppni hefst kl. 11:00 og er áætlað að henni ljúki milli 18:30 og 19:00. Hlé verður gert til kl. 20:00 en þá hefst ball í skólanum sem lýkur kl. 23:30 og er aðgangseyrir kr. 1.500. Engin kennsla er því hjá 8. - 10. bekk í dag.
Keppnisgreinar eru hefðbundnar s.s. skák, sund, fótboti, körfubolti, badminton, dans, förðun, spurningakeppni og borðtennis.
Nánari upplýsingar hafa verið sendar heim til foreldra og forráðamanna.
Deila