VALMYND ×

Alþjóðlegur dagur kennara

Alþjóðadagur kennara er 5. október ár hvert. Skólar hér á landi halda daginn hátíðlegan með margvíslegum hætti og hugsa til starfssystkina í öðrum og fjarlægum löndum.

Aðal markmið Alþjóðasambands kennara (EI) er að öll börn í heiminum fái að ganga í skóla og njóta gæðamenntunar. Stefnt er að því að þetta markmið náist fyrir 2015.

Fimmtíu og sjö milljónir barna í heiminum njóta nú engrar menntunar. Því þarf að lyfta grettistaki til að ná markmiði Alþjóðasambandsins. Liður í því er að fjölga kennurum þar sem mesti skorturinn er. Þess vegna er slagorð Alþjóðasambands kennara árið 2013: Fjölgum kennurum!

Kennarar á norðanverðum Vestfjörðum ætla í tilefni dagsins að hittast í Skúrnum við Húsið kl. 16:00 í dag.

Deila