Bókanir foreldraviðtala
Foreldraviðtöl í skólanum verða miðvikudaginn 13. nóvember n.k. Í stað þess að kennarar úthluti foreldrum fundartíma munu foreldrar sjálfir skrá sig í viðtölin á mentor. Þeir foreldrar sem ekki eru með lykilorð að mentor geta sótt um það á forsíðu mentors, en þar er flipi fyrir gleymt lykilorð.
Þegar búið er að skrá sig inn, er fjólublár reitur sem heitir fjölskylduvefur og er hann valinn. Þegar það er gert kemur upp síða þar sem hægt er að skoða ástundun, dagbók og ýmislegt fleira. Á stiku hægra megin er svo hægt að bóka foreldraviðal. Foreldrar skrá sig hjá umsjónarkennara barnsins en aðrir kennarar verða til viðtals eftir óskum hvers og eins. Gott er að hafa í huga að gefa sér smá tíma til að komast á milli viðtala (ef börnin eru fleiri en eitt).
Opnað verður fyrir skráningar á morgun, fimmtudaginn 7. nóvember kl. 12:00. Þau viðtöl sem bókuð eru fyrir þann tíma eru ekki tekin gild.
Deila