VALMYND ×

Dagur gegn einelti

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Markmiðið með þessum baráttudegi er að berjast gegn einelti, en ekki síður að benda á það sem vel er gert í þeim málum. 

Í Grunnskólanum á Ísafirði er unnið samkvæmt viðbragðsáætlun vegna eineltis. Einelti, í hvaða mynd sem er, líðst ekki í skólanum og er leitað allra leiða til að fyrirbyggja það og leysa þau mál sem upp koma. Öllum á að líða vel í skólanum, þannig tryggjum við farsælt og árangursríkt skólastarf.

Ef minnsti grunur vaknar um einelti, skal annað hvort tilkynna það til umsjónarkennara eða stjórnenda eða fylla út eyðublað sem nálgast má hér á heimasíðunni.

Deila