Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn
Í ár tekur Ísland þátt í sjöunda skipti í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi. Á alþjóðavísu er Göngum í skólann mánuðurinn í október en vegna birtu og veðuraðstæðna fer verkefnið fram hér á Íslandi í septembermánuði og því lýkur á alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 2. október.
Af því tilefni ætla nemendur og starfsfólk G.Í. í skemmtigöngu um bæinn í dag líkt og undanfarin ár. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 9:00 og endað á Silfurtorgi, þar sem stefnt er að því að skapa karnival stemningu.
Deila