Comeniusarverkefni 10. bekkjar
10. bekkur vinnur að Comeniusarverkefni í vetur eins og áður hefur komið fram. Því fylgja ýmis verkefni, stór og smá. Eitt af þeim var að nemendur áttu að lýsa jólaundirbúningi í skólanum okkar. Þá var þetta myndband tekið saman en í því má sjá að það er margt fallegt og skemmtilegt sem gert er í skólanum fyrir jólin og ekki hægt að segja annað en að 10. bekkur taki sig býsna vel út.