1. bekkur fær reiðhjólahjálma að gjöf
Í dag fékk 1. bekkur góða gesti í heimsókn en þá komu Kiwanismenn frá Kiwanisklúbbnum Básum á Ísafirði með reiðhjólahjálma handa öllum árganginum.
Krakkarnir voru mjög þakklátir fyrir þessa veglegu gjöf og vonandi verða allir duglegir að nota hjálmana sína.
Kiwanishreyfingin er alþjóðlega hreyfing sem hefur lagt áherslu á að vinna að velferðarmálum barna um heim allan. Eftir helgi fara þeir með samskonar sendingar í aðra skóla á svæðinu.
Deila