VALMYND ×

Tungumálaforði

Í viku móðurmálsins, 21. – 28. febrúar 2014, var efnt til samvinnu við skóla um skráningu á tungumálaforða sínum á Tungumálatorginu. Í ljós kom að heildarfjöldi tungumála í íslenskum skólum er yfir 90 og í þeim skólum sem skráðu upplýsingar eru töluð frá 1 upp í 36 tungumál.

Allir skólar sem sendu inn upplýsingar um tungumálaforða sinn fengu send rafræn viðurkenningarskjöl. 7.HS er einn þeirra bekkja sem tók þátt í þessari skráningu og hér má sjá viðurkenningarskjal þeirra.

Við athugun hér í Grunnskólanum á Ísafirði telst okkur til að töluð séu 10 tungumál að íslensku meðtaldri.

Deila