Kynningar frá ADHD samtökunum
Mánudaginn 28. apríl n.k. verður kynningarfundur ADHD samtakanna haldinn kl. 14.30 í sal Grunnskólans á Ísafirði, í samvinnu við Velferðarráðuneytið. Fundurinn er ætlaður starfsfólki leik-, grunn- og framhaldsskóla, sérfræðingum í skóla- og félagsþjónustu og öllum þeim sem starfa með börnum, ungmennum eða fullorðnum með ADHD. Foreldrar eru einnig velkomnir.
Efni fundar: Hvað er ADHD og hvað gera ADHD samtökin? Elín Hoe Hinriksdóttir sérkennari og formaður stjórnar ADHD samtakanna og Björk Þórarinsdóttir gjaldkeri ADHD samtakanna kynna samtökin.
Dagskrá
- Hvað er ADHD? Birtingarmyndir, orsakir og afleiðingar.
- ADHD á mismunandi aldursskeiðum. Börn, unglingar, fullorðnir.
- Greining og meðferðarleiðir.
- Skóli, nám og teymisvinna.
- Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð.
- Framtíðarhorfur.
- Hvað gera ADHD samtökin og fyrir hvern eru þau?
- Helstu verkefni samtakanna. Hlutverk, starfsemi, baráttumál, námskeið og fræðsla.
- Fyrirspurnir.
Klukkan 20:00 verður spjallfundur sem Björk og Elín stýra fyrir foreldra barna og ungmenna með ADHD. Ekki er um fyrirlestur að ræða. Foreldrar barna í leik-, grunn- og framhaldsskóla eru hvattir til að mæta.
Fundirnir eru öllum opnir og kosta ekkert. Nánari upplýsingar á skrifstofu ADHD samtakanna í síma 581-1110.
Deila