VALMYND ×

Góðir gestir heimsækja G.Í.

Í gær kom hópur af erlendum gestum í heimsókn til okkar. Þetta er hópur kennara og nemenda frá Kýpur, Portúgal, Póllandi og Rúmeníu sem verður hér í tengslum við Comeniusarverkefni sem skólinn er þátttakandi í og hefur yfirskriftina: All different, all the same, Europe's children. Hópurinn verður hér fram á laugardag og er þétt dagskrá þessa daga s.s. Vigurferð, leiksýning, skíðaferð o.fl. 

Í kvöld stendur svo 10. bekkur fyrir fjölmenningarkvöldi í Edinborgarhúsinu kl. 20:30, í tengslum við þessa kærkomnu heimsókn. Þar verður boðið upp á vandaða dagskrá s.s. tónlist, ljóðalestur, dans o.fl. frá hinum ýmsu löndum. Léttar veitingar verða í boði og er aðgangseyrir aðeins kr. 500 og allir hjartanlega velkomnir.

 

Deila