Velkomin vertu harpa
Þá er skólastarf hafið að páskaleyfi loknu. Vikan verður þó stutt, þar sem sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn og engin kennsla þann dag. Samkvæmt gömlu íslensku tímatali er harpa fyrsti mánuður sumars og hefst hún á fyrsta fimmudegi eftir 18. apríl.
Ýmis þjóðtrú tengist sumarkomu og er meðal annars talið vita á gott ef sumar og vetur ,,frýs saman" aðfaranótt sumardagsins fyrsta.