Íslandsheimsókn lokið
Dagana 22. - 26. apríl voru góðir gestir Grunnskólans á Ísafirði í heimsókn á Íslandi í tengslum við Comeniusarverkefnið „All different, all the same, Europe‘s children.“ Þetta voru 21 manns frá Portúgal, Rúmeníu, Póllandi og Kýpur, 14 fullorðnir og 7 unglingar. Dagskrá heimsóknarinnar var þéttskipuð og fjölbreytt og má segja að hver mínúta hafi verið nýtt til hins ýtrasta. Farið var í Bláa lónið, skoðað Gullfoss og Geysi, komið við á Þingvöllum og keyrt vestur á Ísafjörð með viðkomu í Reykjanesi. Á Ísafirði var þétt dagskrá þar sem 10. bekkur bauð upp á fjölmenningarkvöld í Edinborgarhúsinu, kíkt var í FabLab, siglt inn í Vigur, heimsótt Íslandssögu á Suðureyri o.fl. ásamt því sem veitingastaðir voru heimsóttir.
Erlendi hópurinn var alsæll með Íslandsferðina og gestgjafarnir ekki síður. Ferðasöguna ásamt nokkrum myndum má sjá hér á heimasíðu 10. bekkjar.
Deila