íslenski hópurinn í Kraká
Haustið 2013 hóf G.Í. þátttöku í Comeniusarverkefninu All different, all the same, Europe‘s children, í samstarfi við skóla í Kýpur, Portúgal, Rúmeníu og Póllandi. Markmið verkefnisins var að auka víðsýni og umburðarlyndi og draga úr fordómum, með sérstakri áherslu á Róma-fólk sem er sá minnihlutahópur sem stendur höllustum fæti í Evrópu.
Samstarfið byrjaði á því að 10. bekkur á síðasta ári vann ýmiss konar verkefni með þetta markmið í huga. Umsjónarkennarar þeirra fóru til Sibiu í Rúmeníu í október og var þar fyrsti fundur kennaranna sem stýrðu samstarfinu. Í mars fóru kennararnir ásamt 10 nemendum og skólastjóra til Leiría í Portúgal og dvöldu þar í viku. Í lok apríl tóku nemendur og kennarar 10. bekkjar svo á móti hópi gesta frá hinum þátttökulöndunum á Ísafirði.
S.l. haust tók 8. bekkur við verkefninu og umsjónarkennararnir fóru til Kýpur í nóvember. Síðasta heimsóknin var svo í lok maí og þá fór hópur nemenda úr 8. bekk ásamt umsjónarkennurum og skólastjóra til borgarinnar Zabrze í Póllandi. Ferðin stóð í viku, frá 24. til 30. maí.
Meira