Spjaldtölvuvæðingin heldur áfram
Í dag er mikil gleði hjá 7. bekk, en nemendur hafa nú fengið iPad spjaldtölvur til afnota. Nemendur í 6. - 10. bekk skólans eru því allir komnir með spjaldtölvur í námi, auk þess sem nokkur tæki eru til í öllum yngri árgöngum.
Spjaldtölvurnar gefa mikla möguleika til fjölbreyttra kennsluhátta og hafa reynst afar vel það sem af er, en þetta er annað skólaárið sem skólinn hefur afnot af slíkum tækjum.
Deila