Læsisátak
Eitt af markmiðum ráðherra menntamála er að bæta læsi íslenskra ungmenna, í samræmi við markmið sem sett eru fram í Hvítbók menntamála. Til að það markmið geti náðst hafa læsisráðgjafar verið ráðnir við Menntamálastofnun. Tveir af ráðgjöfunum eru væntanlegir til Ísafjarðar í næstu viku og funda þeir meðal annars með kennurum og stjórnendum grunnskóla. Þessir ráðgjafar ætla einnig að kynna læsisátakið fyrir foreldrum í sal G.Í. þriðjudaginn 3. nóvember kl. 17 og hvetjum við alla til að mæta.
Deila