VALMYND ×

Þemadagar

Á morgun og föstudaginn eru þemadagar hér í skólanum undir yfirskriftinni Þjöppum okkur saman. Öllum nemendum skólans er skipt í 13 hópa og eru þá 24-25 nemendur í hverjum hópi, þvert á árganga og blandast nemendur því mjög vel í hópunum. Áhersla er lögð á að eldri nemendur aðstoði þá yngri og að hver og einn hópur fylgist að þessa tvo daga.

Útbúnar hafa verið 13 stöðvar og fær hver hópur hálftíma á hverri þeirra. Í boði er myndlist, tónlist, morðgátur, ,,minute to win it", íþróttaleikir, ratleikur, leiklist, tæknilegó, dans, heimilisfræði, tilraunir, leikir og samsaumur, þannig að fjölbreytnin er mikil.

Formlegur skóladagur er frá kl. 8:00 - 12:35 á fimmtudegi og frá kl. 8:00 - 13:00 á föstudegi og gengur strætó strax að skóla loknum. Nemendur þurfa ekki að koma með skólatöskur þessa daga, eingöngu nesti í bakpoka.

Deila