VALMYND ×

Fatasöfnun

Þessa dagana stendur yfir fatasöfnun fyrir flóttafólk á Lesbos. Hægt er að koma með föt í söfnunina frá og með deginum í dag og fram á fimmtudag, 5. nóvember, til kl. 15:30. Óskað er sérstaklega eftir flís og ullarfatnaði, hlýjum teppum, sokkum, húfum og vettlingum, svefnpokum, karlmanns og kvenmanns skóm og almennt hlýjum fatnaði fyrir börn 10-14 ára og fyrir fullorðna.

Hægt að skila inn í söfnunina í anddyri Grunnskólans á Ísafirði, Hafraholti 10 og Aðalstræti 33. Athugið að hægt er að skilja fötin eftir í regnheldum pokum á þessum stöðum.

Nánari upplýsingar má nálgast hér á Facebook síðu verkefnisins.

 

Deila