VALMYND ×

Fréttir

Hilda María og Pétur Ernir sigurvegarar SAMVEST

Pétur Ernir Svavarsson og Hilda María Sigurðardóttir sigruðu söngkeppni SAMVEST
Pétur Ernir Svavarsson og Hilda María Sigurðardóttir sigruðu söngkeppni SAMVEST

Undankeppni söngkeppni Samfés (Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi) var haldin í Bolungarvík í gær. Sex atriði kepptu þar um að verða fulltrúar Vestfjarða/SAMVEST í landskeppninni, sem haldin verður 14. mars n.k. í Laugardalshöll í Reykjavík.

Ísfirðingarnir Hilda María Sigurðardóttir og Pétur Ernir Svavarsson sigruðu með lagið ,,We found love" sem söngkonan Rihanna gerði frægt, en íslenskan texta gerði Lísbet Harðardóttir. Pétur og Hilda sungu bæði, auk þess sem Pétur lék á píanó.

Í 2. sæti varð Kristín Helga Hagbarðsdóttir frá Bolungarvík og í 3. sæti urðu Erna Kristín Elíasdóttir, Emil Uni Elvarsson og Birnir Ringsted, einnig frá Bolungarvík. Dómarar voru þau Salóme Katrín Magnúsdóttir, Tuuli Rähni, Sigrún Pálmadóttir og Jón Jósep Snæbjörnsson.

 

SAMVEST frestað til morguns

Söngvakeppni Samvest (samtaka félagsmiðstöðva á Vestfjörðum) sem átti að fara fram í kvöld í félagsheimilinu í Bolungarvík, hefur verið frestað til morguns, laugardagsins 17. janúar kl. 19:30.

Lúsin enn á kreiki

Af gefnu tilefni vill skjólahjúkrunarfræðingur benda á að þar sem lúsin er ennþá viðvarandi í skólanum er mikilvægt að foreldrar allra barna í skólanum haldi áfram að kemba næstu tvær vikur og þá alla fjölskyldumeðlimi.

Kemba þarf á fjögurra daga fresti næstu 2 vikur þ.e. á 1. degi, 5. degi, 9. degi og 13. degi.

 

Lestrarsprettur

Þessa viku er lestrarsprettur hjá okkur, þar sem allir eru hvattir til að lesa enn meira heldur en venjulega, bæði heima og í skólanum. Hægt er að útfæra lesturinn á ýmsan hátt t.d. með lestrarbingói eða paralestri og lesa jafnvel á öðrum stöðum en venjulega. Aðalatriðið er að njóta lestursins, en eins og allir vita þá er lestur bestur!

 

Gleraugu í óskilum

Hér í skólanum liggja gleraugu í óskilum. Eigandi getur nálgast þau hjá ritara skólans.

Skólastarf hafið

Nú er skólastarf hafið eftir langt og gott jólaleyfi. Við vonum að allir séu endurnærðir og tilbúnir að takast á við sín störf. Ekki skemmir fyrir að daginn er farið að lengja og styttist í að sólin láti sjá sig.

Það er alltaf eitthvað spennandi framundan í skólanum og nú eru krakkarnir í 10. bekk t.d. farnir að æfa gömlu dansana fyrir þorrablótið, sem haldið verður á bóndadaginn, 23. janúar n.k.

Þá fer einnig að líða að annaskilum með tilheyrandi námsmati, en vorönn hefst 26. janúar.

 

Gleðilegt ár

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði óskar öllum gleðilegs árs. 

Mánudaginn 5. janúar er starfsdagur og hefst kennsla þriðjudaginn 6. janúar samkvæmt stundaskrá.

Jólaleyfi

Í morgun voru litlu jólin haldin hátíðleg og áttu nemendur og starfsfólk góða samverustund. Þar með hófst jólaleyfið, en kennsla hefst aftur þriðjudaginn 6. janúar 2015.

 

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði óskar nemendum, fjölskyldum þeirra og öllum öðrum velunnurum gleðilegrar hátíðar og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.

 

Hér má sjá jólakveðju frá G.Í.

 

Síðasta vikan fyrir jólaleyfi

Bókajólatréð á bókasafni skólans er tilbúið fyrir litlu jólin
Bókajólatréð á bókasafni skólans er tilbúið fyrir litlu jólin

Nú fer í hönd síðasta vikan fyrir jólaleyfi. Kennsla verður með nokkuð hefðbundnum hætti fram á miðvikudag, en á fimmtudag verður skreytingadagur, þar sem nemendur skreyta kennslustofur sínar fyrir litlu jólin.

Á föstudag verða litlu jólin frá kl. 9:00 - 12:00. Þá mæta allir spariklæddir í sínar umsjónarstofur og eiga notalega stund, skiptast á jólapökkum, fara í leiki, borða smákökur og syngja og dansa kringum jólatréð í nýja anddyri skólans.

Strætó fer kl. 12:05 þennan dag og þar með hefst jólaleyfið.

Nemendum 5. bekkjar færðar bækur að gjöf

Grunnskólinn á Ísafirði færði nemendum 5. bekkjar Kortabók handa grunnskólum að gjöf nú í haust, en ný útgáfa kom út haustið 2012. Bókin er sem fyrr unnin í samstarfi við Liber - útgáfuna í Stokkhólmi en Íslandskort eru að mestu fengin frá Landmælingum Íslands og Jean-Pierre Biard kortagerðarmanni. Á bókarkápu er kort Guðbrands biskups Þorlákssonar sem kom út í hollensku kortasafni árið 1590. Kortið var lengi undirstaða þeirra myndar sem birtist af landinu, skreytt fjölda mynda af ófreskjum og sæskrímslum og er skemmtilegt að bera það saman við nútíma kort og myndir.

Það er ósk skólans að bókin nýtist nemendum vel í öllu frekara námi, enda um mjög eigulega bók að ræða.