Vestfjarðameistarar í Skólahreysti
Í dag fór fram keppni í Vestfjarðariðlinum í Skólahreysti. Grunnskólinn á Ísafirði sigraði riðilinn og tryggði sér þar með þátttöku í úrslitakeppninni sem fram fer í Laugardalshöll 22. apríl n.k.
Fyrir hönd G.Í. kepptu þau Einar Torfi Torfason, Guðný Birna Sigurðardóttir, Gunnar Þór Valdimarsson og Katrín Ósk Einarsdóttir. Varamenn voru þau Birkir Eydal og Eva Rún Andradóttir.
Við óskum krökkunum innilega til hamingju með þennan glæsilega sigur og fylgjumst spennt með áframhaldinu.