Mynd frá nemendaþinginu sem haldið var í fyrrahaust.
Nemendaþing var haldið hér í skólanum 1. október 2013 og tókst afar vel. Tilgangurinn með þinginu var að efla vitund nemenda um eigin ábyrgð í skólastarfinu og fá fram sjónarhorn þeirra á hlutverk aðila skólastarfsins og hvað hver og einn getur gert til að hafa jákvæð áhrif á daglegt starf í skólanum.
Í janúar á þessu ári fóru þær Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri og Guðríður Sigurðardóttir, kennari, á ráðstefnuna ,,Norden viser vej - udforinger og styrker i de nordiske uddannelser" eða Áskoranir og styrkur í norænni menntun, sem fram fór í Kaupmannahöfn í Danmörku, þar sem þær þáðu boð um að kynna nemendaþingið.
Nú í nóvember s.l. flutti svo Jóna Benediktsdóttir, aðstoðarskólastjóri, þetta lýðræðisverkefni á haustráðstefnu Félags áhugafólks um skólaþróun sem haldin var í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ.
Hér má nálgast þá kynningu.