VALMYND ×

1. bekkingar fá reiðhjólahjálma

Gunnlaugur Gunnlaugsson, Rannveig Pálsdóttir og Árný Herbertsdóttir ásamt nemendum 1. bekkjar með hjálmana góðu.
Gunnlaugur Gunnlaugsson, Rannveig Pálsdóttir og Árný Herbertsdóttir ásamt nemendum 1. bekkjar með hjálmana góðu.

Í morgun kom Gunnlaugur Gunnlaugsson, umdæmisstjóri Kiwanishreyfingarinnar, færandi hendi og gaf öllum nemendum 1. bekkjar reiðhjólahjálma að gjöf. Það munu vera 25 ár síðan hreyfingin hóf að gefa slíka hjálma og er fjöldi þeirra kominn upp í 120-130 þúsund stykki.

Það munu vera öruggir krakkar sem hjóla út í sumarið á komandi vikum og ekki vafi að þessar rausnarlegu gjafir koma sér vel.

Deila