Lestrarsprettur
Í skólanum er mikil áhersla lögð á lestur, enda er hann grunnur að öllu frekara námi. Þessa dagana er sérstakur lestrarsprettur, þar sem reynt er að útfæra lesturinn á fjölbreyttan hátt. Sem dæmi um slíkt er paralestur þar sem tveir lesa saman sömu bókina og skiptast á við lesturinn, lestrarbingó, lestrarkapp með tímatöku og fleira.
Við vonum að þessi sprettur okkar skili árangri og hvetji einnig alla til að vera duglega við heimalesturinn.
Deila