VALMYND ×

Síðasti kennsludagur skólaársins

Í dag var síðasti kennsludagur þessa skólaárs. Á morgun er frí hjá nemendum, en á föstudaginn er skólaslitadagur. Þá mæta nemendur 1. bekkjar í viðtöl hjá umsjónarkennurum og nemendur 2. - 7. bekkjar mæta í sínar umsjónarstofur kl. 10:00 og taka við vitnisburðum vetrarins.

Skólaslit verða svo í Ísafjarðarkirkju kl. 20:00 þar sem nemendur 8. - 10. bekkjar fá sína vitnisburði.

Deila