Sveitaferð
Á vorin er fastur liður í skólastarfinu að fara í sveitaferð. 3. bekkur fór í slíka ferð í gær að Hólum í Dýrafirði, þar sem bændurnir Ásta og Friðbert tóku á móti þeim. Hópurinn skoðaði fjárhúsin, kindurnar og lömbin sem sum voru nýfædd en önnur lengra komin. Þar var heimaalningurinn Óli sem fékk nokkra til að þjóna sér og leiddist börnunum það ekki. Ásta sýndi hópnum veðurathugunarstöðina sem þau fylgjast með og eftir það var skroppið í skemmuna að þiggja hressingu.
Eftir það lá leiðin í skólann aftur, þar sem allir áttu notaleg stund eftir skemmtilegan dag.
3. bekkur þakkar bændunum á Hólum í Dýrafirði kærlega fyrir góðar móttökur.
Deila