Kveðjukaffi 10. bekkjar
Í dag er síðasti hefðbundni skóladagur 10 bekkjar - árgangs 1999. Af því tilefni klæddu margir nemendur sig upp og starfsfólk skólans bauð þeim í kveðjukaffi á kaffistofunni.
Næstu daga eru prófadagar hjá árganginum og í næstu viku verður farið í vorferðalag að Bakkaflöt í Skagafirði. Að því loknu taka við starfskynningar og skólaslit.
Deila