VALMYND ×

Alþjóðlegur dagur læsis

Kári Eydal, einn af upplesurum 6.HS í morgun
Kári Eydal, einn af upplesurum 6.HS í morgun
Árið 1965 gerðu Sameinuðu þjóðirnar 8. september að alþjóðlegum degi læsis og er fólk, hvar sem það er í heiminum, hvatt til þess að skipuleggja læsis- og lestrarviðburði.

Hér í skólanum hefur verið mikið um að vera í tilefni dagsins. 6. bekkur las t.d. upp fjölbreytt textabrot og hlýddi á sögubrot eftir Guðrúnu Helgadóttur, sem varð áttræð í gær. 9. bekkur fór og hlýddi á upplestur nemenda í 2. bekk, sem einmitt er vinabekkur þeirra. 8. bekkur heimsótti vinabekkinn sinn sem er 1. bekkur og las einn kafla úr bók Guðrúnar Helgadóttur um Jón Odd og Jón Bjarna, við góðar undirtektir yngstu nemenda skólans. Þá flutti leskór 8. bekkjar ljóðið Orð eftir Þórarin Eldjárn með tilþrifum.

Þessi alþjóðlegi dagur læsis hefur svo sannarlega verið skemmtilegur hér í skólanum og alltaf gaman að brjóta aðeins upp hefðbundið skólastarf.

 

 

Deila