VALMYND ×

Nýir vinaliðar

Nú er að hefjast annað ár vinaliðaverkefnis skólans. Þátttakendur eru nemendur 4. - 7. bekkjar og hafa þeir kosið sína vinaliða. Í dag eru þeir á námskeiði og fá þjálfun í sínu hlutverki.

Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna og hefur á fáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í yfir 1000 skólum í Noregi. Hér á Íslandi eru skólarnir orðnir 29 og þeim fjölgar jafnt og þétt. Vinaliðaverkefnið er hluti af Vinaverkefninu og gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútunum og skapa betri skólaanda.

Skólalóðin og frímínúturnar eru samkvæmt eineltisrannsóknum, því miður, helsti vettvangurinn fyrir einelti. Vinaliðaverkefnið er ekki eineltisáætlun heldur stuðningsverkefni við eineltisáætlun skólans og er hugmyndafræðin sú að þar sem boðið er upp á skipulagt starf, fái gerendur eineltis aðra hluti til að hugsa um. Aðgerðarleysi er nefnilega oft rótin að slæmum hlutum.

Deila