Breytingar á stundatöflum dagsins
Í dag er kennaraþing hjá kennurum á norðanverðum Vestfjörðum. Nokkrar breytingar verða á skóladegi nemenda vegna þess, tímasetningar yngri nemenda verða þó allar með sama sniði og venjulega.
Kennslu lýkur hjá yngsta stigi kl. 13:00. Þá fara allir nemendur í 1. og 2. bekk í Dægradvöl og verða þar til klukkan 13:40 eða lengur ef þeir eiga að vera þar eftir skóla. Þeir nemendur í 3. og 4. bekk sem eru í íþróttaskóla fara í hann kl 13:00 í stað 13:50, það er boltaskóli fyrir stelpur og sund fyrir stráka. Aðrir nemendur 3. og 4.bekkjar verða í skólanum til 13:40 með skólastjórnendum.
Á miðstigi lýkur kennslu hjá 5. og 6. bekk kl.13:00 en hjá 7.bekk kl.11:40.
Á unglingastigi lýkur allri kennslu kl.12:30.
Aukaferð verður með strætó kl. 13:10.
Deila