Allt í köku
Í haust var sett upp tvenns konar val í heimilisfræði fyrir unglinga í 9. og 10 bekk. Í öðru valinu er áherslan meiri á eldamennsku en það valfag kallast Mannsins megin. Hitt nefnist Allt í köku, en eins og nafnið ber með sér er bakstur aðal viðfangsefnið þar. Stærsta verkefnið í því valfagi er sykurmassakaka sem krakkarnir gera alveg frá grunni, baka, laga krem og sykurmassa og skreyta. Í dag fóru nemendur heim með kökurnar sínar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var útkoman frábær - alls konar kökur sem báru vitni um listræna hæfileika og sköpunargleði.
Á aðventunni munu svo krakkarnir í hinum valhópnum spreyta sig á hinum árlegu piparkökuhúsum. Hér má sjá fleiri myndir af þessum girnilegu kökum. /GJ